132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Matvælarannsóknir hf.

387. mál
[14:33]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, við getum alveg verið sammála um að Akureyri hefur upp á einmitt það umhverfi að bjóða sem þarf til að stjórna þessum rannsóknum. En um það snýst ekki málið því að það fer eftir því hvort viljinn sé fyrir hendi. Við höfum því miður dæmi um annan vilja, ég nefni Lýðheilsustöð sem var einmitt talað um að væri tilvalið að setja upp á Akureyri. Hvað varð síðan? Nei, auðvitað er öll starfsemin í Reykjavík. Það er nefnilega munur á orðum og efndum þessarar ríkisstjórnar. Einatt er talað um einhverja byggðastefnu og að nú sé tilvalið að flytja störf og stofnanir út á land en síðan er ekkert í því gert. Menn fría sig ábyrgð og segja bara að forstjóri eða stjórn þessa hlutafélags geti tekið ákvörðun um það og að ekki sé hægt að binda hendur hennar o.s.frv. Ég hafna þessu algjörlega.