149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[17:45]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Örstutt athugasemd. Ég býst ekkert endilega við svari við henni. Mér fannst hv. þingmaður fara mjög heiðarlega og auðmjúklega yfir stöðuna eins og hún er hvað fjáraukann varðar og mér líkar mjög vel við slík vinnubrögð. Þannig getum við haldið áfram. Þó að það séu ákveðnir veikleikar í þessu gagnvart lögum um opinber fjármál o.s.frv. er þetta rétt nálgun. Mig langar að hrósa hv. þingmanni fyrir hana og tel það vera mitt hlutverk að ráðast ekki á þá veikleika, eins og mér finnst stjórnmálamenn gera allt of oft. Leiðin til að auka og efla traust á Alþingi er að taka við heiðarlegri framsetningu og ganga í þeim sporum í staðinn fyrir að berja á hv. þingmönnum, eins og svo oft hefur gengið verið gert áður. Þannig að ég þakka kærlega fyrir.