Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:22]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Listamenn leggja mikið til þjóðarinnar og eigum við þeim mikið að þakka. Þá er vert að heiðra. Ég hef hins vegar, frá því ég hóf störf á Alþingi, ekki talið þetta réttu leiðina til að heiðra listamenn og mér finnst líka að margir aðrir listamenn sem komast ekki á lista eigi þann heiður skilið. Hingað til hef ég því ekki getað stutt það að við séum að greiða heiðurslaun listamanna og get því ekki greitt atkvæði með þessari tillögu.