145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er tilbúin til að leggja hv. þingmanni lið hvað það varðar. En ég vil spyrja hv. þingmann út í Ríkisútvarpið. Boðað hefur verið að hæstv. menntamálaráðherra komi hér með frumvarp sem gengur út á að útvarpsgjaldið verði það sama á árinu 2016 og á árinu 2015. Við höfum hins vegar ekki fengið að sjá það frumvarp og tíminn líður. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hún telji að við eigum von á því frumvarpi hér til umræðu og afgreiðslu fyrir jól. Ef það gerist ekki, hvað telur hún að muni gerast hjá Ríkisútvarpinu ef það vantar 500 millj. kr. í reksturinn á næsta ári? Hvers lags breytingar sér hún þá fyrir sér á rekstrarumhverfi og rekstri Ríkisútvarpsins?