Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:21]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Heiðurslaun listamanna skipta miklu og eru örlítill þakklætisvottur til fólks sem hefur oft, án þess að uppskera mikil efnisleg gæði, lagt mjög mikið til þjóðarinnar og styrkt sjálfsmynd hennar. Mér finnst þessi tillaga vera lítilsvirðing við verðlaunin, við það fólk (Gripið fram í: Heyr, heyr)sem á að fá þetta og mér finnst hún ekki vera boðleg til afgreiðslu.