154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[13:27]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp er varðar tóbaksvarnir og ég sit í hv. velferðarnefnd og skrifa mig á þetta nefndarálit. Ég ætla samt að segja að þetta er minnsta áhyggjuefni okkar þegar kemur að forvarnamálum, hvort einhverjar eldri konur eða miðaldra konur reyki sígarettur með einhverju ákveðnu bragði. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því sem unga fólkið okkar er að neyta í dag sem eru nikótínpúðar eða annað þar sem jafnvel er verið að selja þessa hluti í fjarsölu og það er jafn mikið nikótíninnihald í einum púða þar sem þetta er sterkast heldur en í heilum sígarettupakka. Þetta er það sem ungmennin okkar eru að nota, fleygja frá sér jafnvel á götuna og lítil börn geta tekið upp. Ég beini því til okkar hér sem erum að velta fyrir okkur forvarnamálum að við einblínum á börnin og það sem raunverulega skiptir máli.