154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[13:45]
Horfa

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hvað er aftur þekkingarsamfélag? Mér finnst eins og við höfum aðeins misst sjónar á því hvað þekkingarsamfélag er í þessum umræðum. Er það bara staður þar sem allir eru með háskólagráðu sem nýtist í starfi? Skipta gæði háskólagráðunnar engu? Ég vil vitna í fræg orð hægri handar Warrens Buffets, Charles Mungers, sem segir: Sýndu mér hvatana og ég get sýnt þér útkomuna. Ef við tengjum fjármagn háskóla við árangur þeirra í að pumpa út háskólagráðum þá endum við bara með háskóla sem vilja skera niður kostnað og skera niður kostnað sem nýtist nemendum. Þetta er mikilvægur tími sem prófessorar hafa í minni tímum með nemendum. Gefum nemendum frekari tíma til þess einmitt að banka upp hjá prófessornum og eignast vini í bekknum. Þannig verður nýsköpun til. Við erum að fjárfesta í nemendum, sýna þeim að menntun þeirra sé einhvers virði. Þaðan kemur nýsköpun, ekki bara með því að halda að við vitum hvernig framtíðin verður (Forseti hringir.) og að ýta fólki út í háskólagráður sem það vill ekki. Þannig verður engin nýsköpun til. (Forseti hringir.) Þetta gengur út á að treysta einstaklingnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)