135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

störf þingsins.

[13:53]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þau svör sem ég fékk við spurningu minni þó að ég hefði kannski kosið að þau væru svolítið á aðra leið. Mín skoðun er sú að hér sé einmitt lag fyrir Íslendinga að marka sér stöðu á alþjóðavettvangi, taka ákveðið frumkvæði innan NATO og tala þar skýrt máli friðar og afvopnunar en taka ekki undir neinum kringumstæðum undir þau verk eða gjörðir sem leiða til aukinnar vígvæðingar eða hervæðingar á alþjóðavettvangi.