152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Verðbólga og reiknuð stærð, t.d. vegna þess að öldruðum er að fjölga, kemur að sjálfsögðu ekki inn í mat á áhrifum, það er bara hluti af lýðfræðilegri þróun o.s.frv. En það er verið að gera ýmsar breytingar hérna, áætlanir um menntun og þjálfun starfsfólks, og það mun kosta meira að bæta upp þá vanmönnun sem hefur verið undanfarið. Þannig að þetta er skrýtið. — Ég skila síðustu 30 sekúndunum.