154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Svona ljúkum við í rauninni fjárlögum 2023. En með leyfi forseta var markmið fjárlaga 2023 að ,,styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs á ný“, samkvæmt flutningsræðu fjármálaráðherra hérna fyrir einu og hálfu ári síðan. Það má með sanni segja að það sé ekki búið að vinna að og byggja upp heimilin á ný. Ráðstöfunartekjur hafa fallið núna fimm ársfjórðunga í röð, verðbólgan er hærri en búist var við og styrkur ríkissjóðs — við erum enn þá að borga heilan helvítis helling í vexti, bara afsakið orðbragðið, en þetta er staðan þannig að það má með sanni segja að ekkert af þessum markmiðum hafi náðst. Ég velti því fyrir mér núna þegar við erum að fara að afgreiða og klára fjárlögin fyrir árið 2024, því að ég sé engin merki um að það sé verið að gera neitt betur í hagstjórninni, hvert erindið sé eiginlega orðið hérna, ef markmiðin sem eru sögð eru eitt og árangurinn er enginn.