137. löggjafarþing — 53. fundur,  17. ág. 2009.

laun forseta Íslands.

168. mál
[16:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér er til umræðu frumvarp til laga sem efnahags- og skattanefnd stendur sameiginlega að og ætla ég ekki að blanda mér efnislega í þá umræðu. Ég kem upp til að óska eftir því að málið fari til nefndar milli 1. og 2. umr. til að tryggja að það verði sem best unnið og þar gefist meðal annars tækifæri til að kalla til að kalla til handhafa forsetavalds sem mér skilst að hafi ekki komið fyrir nefndina.

Það var erindi mitt, virðulegi forseti, í ræðustól að óska eftir því að þetta mál gangi til nefndar milli umræðna.