140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén.

268. mál
[15:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Af ræðu hæstv. ráðherra, og reyndar af ummælum í greinargerð með frumvarpinu, finnst mér við einhvern veginn vera í umræðum um mál þar sem hugmyndin er sú að fara í lagasetningu, en mér er ekki alveg ljóst hvaða vandamál lagasetningin á að leysa. Ég átta mig ekki á því hvaða vandamál í núverandi fyrirkomulagi kallar á þessa lagasetningu og þær breytingar sem það hefur í för með sér.

Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemdir við að löggjafinn fari yfir þetta svið og velti því fyrir sér fram og til baka að hvaða leyti setja eigi lagareglur sem um það gilda. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hver eru þau vandamál sem ætlunin er að bregðast við með þessari lagasetningu?