151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

norrænt samstarf 2020.

497. mál
[17:01]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka aftur hv. þingmanni og ítreka að ég held að mikilvægt sé að þingmenn á Norðurlöndunum ræði saman um þetta mál. Ég nálgast þetta auðvitað svolítið út frá norðurslóðamálum og Norðurlandaríkin eru öll þátttakendur í því starfi og eru í Norðurslóðaráðinu. Þar af leiðandi, sitjandi við borðið með hinum stórveldunum, Bandaríkjunum og Rússlandi og svo Kanada, er eðlilegt að þessi málaflokkur, þykir mér alla vega, sé svolítið ofarlega þegar við þingmenn þessara landa ræðum saman. Þá er ásókn Kínverja eitt af málunum en auðvitað er margt annað sem lýtur að norðurslóðamálum og við munum kannski ræða undir öðrum alþjóðaskýrslum. Ég var aðeins að kalla eftir því hvernig umræðan hefur verið meðal þingmanna í Norðurlandaráði um norðurslóðamál og það sem hæst ber í þeim málaflokki og ég þakka fyrir þessi svör.