139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[10:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Lagatæknilega séð er þetta mál alveg dæmalaust. Ég varaði við því á sínum tíma þegar lög um ákveðið gagnaver voru sett í sumar að þau mundu ganga mót EES-samningum varðandi ríkisaðstoð. Það kom svo sannarlega á daginn og eru þau lög nú til rannsóknar hjá ESA. Eins er með þetta mál. Hér er verið að setja lög á Alþingi án þess að ESA sé búið að gefa samþykki sitt fyrir því að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða þegar virðisaukaskatturinn (Gripið fram í.) er berstrípaður á þessum fyrirtækjum — berstrípaður. Þessi fyrirtæki ætla ekki að hafa heimilisfesti hér á landi og borga þess vegna ekki tekjuskatt af rekstri sínum. Nú er verið að fella niður virðisaukann af þessum fyrirtækjum. Hvað á að standa eftir í landinu (Gripið fram í.) þegar þessi fyrirtæki eru farin að starfa? Jú, (Gripið fram í.) ódýr orka verður farin í þennan rekstur, en hvað stendur eftir? Ég bið um virðisauka á þá erlendu fjárfestingu (Forseti hringir.) sem verið er að koma fyrir í þessu landi. (Gripið fram í.)