Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:15]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jódísi Skúladóttur fyrir ræðuna og samvinnuna í nefndinni. Ég tek undir að það er mikilvægt að skoða þessi mál heildstætt en ég vildi þess vegna spyrja: Hv. þingmaður kom inn á móttökustöðina sem komst á laggirnar núna í apríl á síðasta ári og hefur gefið góða raun. Er þetta ekki eitt dæmi um mikilvæg verkefni sem eru unnin þvert á ráðuneyti? Er þetta ekki eitthvað sem við eigum að horfa meira til? Eigum við ekki að vinna fleiri svona verkefni og er þetta ekki góður málaflokkur til þess?