133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:55]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er einmitt það sem er erfitt við að spyrja eða að tala við menntamálaráðherrann. Hún svarar ekki spurningum. Ég spurði hana hvar sú könnun væri en ekki hvar menntamálaráðherra fann þetta upp, heldur hvar sú könnun, hvar það frumvarp, hvar sú könnun væri sem segir henni að þetta væri niðurnjörvað o.s.frv. Hún hefur bara ekki verið gerð. Við fengum eitt plagg þar sem höfundar frumvarpsins, Jón Sigurðsson og Sigurbjörn Markússon, skýrðu það út hvers vegna þetta mætti ekki vera sjálfseignarstofnun og það var einmitt sama skýringin: Það er svo flókið.

En hvernig eru lögin um hlutafélagið Ríkisútvarpið? Þau eru ákaflega flókin. Það er búið að nema nánast allt úr gildi sem hlutafélagsstofnunin stendur fyrir nema eitt. Það er kannski ástæðan fyrir því að menntamálaráðherra velur þetta form. Það er stjórnskipulagið sem er eðlilegt í fyrirtæki á markaði sem hefur hagnað að leiðarljósi, fyrirtæki sem starfar fyrir nokkra eigendur sem eru yfirleitt fleiri en sá sem hér um ræðir. En þá er það algerlega ólýðræðislegt. Það er bara eins og skipstjóri á skipi. Það er það sem hún tekur til þess að (Forseti hringir.) geta síðan ráðið Pál Magnússon eða einhvern annan (Forseti hringir.) slíkan (Forseti hringir.) sem framhald og viðhengi af sjálfri sér.