143. löggjafarþing — 54. fundur,  22. jan. 2014.

störf þingsins.

[15:32]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Mig og hv. þingmenn Bjarkeyju Gunnarsdóttur og Oddgeir Ágúst Ottesen greinir augljóslega á um hvaða leiðir eigi að fara í að lækka skuldir íslenskra heimila. Mér finnst samt sem áður málflutningur þar sem fjallað er um að leigjendur hafi tapað miklu í hruninu — auðvitað er staða leigjenda slæm, auðvitað, ég ætla ekki að gera lítið úr henni enda er verið að vinna mikla vinnu í endurbótum á húsnæðismarkaðskerfinu í ráðuneyti hæstv. húsnæðismálaráðherra Eyglóar Harðardóttur og ég vona svo sannarlega að bragarbót verði gerð á málefnum leigjenda. Annað gengur auðvitað ekki.

Verðtryggðar húsnæðisskuldir þeirra hækkuðu ekki en samt sem áður er vandi þeirra mikill. Þrátt fyrir að okkur greini á um hvaða leiðir eigi að fara vona ég svo sannarlega að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga þannig að einstaklingar og fjölskyldur þurfi ekki að bíða lengur. Mér persónulega finnst biðin orðin of löng.

Ég vildi bara koma þessu frá mér.