148. löggjafarþing — 54. fundur,  24. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[17:16]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit að hv. þingmaður er vel meinandi, ég hef engar áhyggjur af öðru, enda sagði þingmaðurinn það í upphafi ræðu sinnar að hann væri tilrauninni samþykkur. Við skoðum þetta betur í nefndinni á milli 2. og 3. umr. Ég hef sagt það, og á nú eftir að koma upp í ræðu á eftir og fjalla betur um þetta mál, að í fullkomnum heimi hefði ég ekki verið hrifinn af þessu, en mér finnst þetta tilraunarinnar virði. Mér finnst þetta skref í rétta átt. Og af því að þetta á að gilda eingöngu í sumar og verður tekið til skoðunar í haust þá er ég samþykkur þessu. Ég útfæri það kannski betur á eftir þegar ég kem hérna í ræðu.