141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[22:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og fram kemur í nefndarálitinu hefur vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum ekki verið hægt að veita stofnuninni þann umbúnað sem hún hefur verið talin þurfa til þess að geta sinnt þessu hlutverki sínu. Það er m.a. vegna andstöðu hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem framlengingin hefur ekki verið lengd heldur stytt í samningaviðræðum, þ.e. til þess að mæta sjónarmiðum hans. Stofnuninni var sannarlega komið á legg með tilstuðlan Samfylkingarinnar og við fengum ráðherra á okkar fund og hann lagði fram frumvarpið því að hann telur mjög mikilvægt að stofnunin taki ekki við hlutverkinu að öllu óbreyttu. Það er mjög eðlilegt að veitt sé reglugerðarheimild þannig að þegar umfang stofnunarinnar er ekki jafnmikið og ætlað hefur verið sé með skýrri pólitískri forgangsröðun hægt að ákveða um hvaða þætti á að semja.