145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:30]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta yfirlit en það er náttúrlega þannig að ef Ísland á að stíga alvöruskref í átt til samdráttar í losun gróðarhúsalofttegunda, þá þarf það að gerast í fyrsta lagi þannig: Við þurfum að falla frá öllum áformum um frekari mengandi stóriðju á Íslandi. Við verðum að hætta við öll áform um að bæta í þannig tegund af atvinnuuppbyggingu á Íslandi. [Frammíköll í þingsal.] Við þurfum að leggja af (Forseti hringir.) öll áform um slíka uppbyggingu til að mynda í Skagafirði sem hæstv. forsætisráðherra hefur látið mynda sig út af. Við þurfum að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi árið 2050. Það er það sem löndin í kringum okkur eru að gera. Það þýðir ekki bara bindingu kolefnis. Það þýðir líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þar þurfum við að vera miklu kjarkmeiri en við erum hér, talandi um eitthvað sem menn treysta sér til að (Forseti hringir.) tala um sem áætlanir, sóknaráætlanir sem eru 16 atriða verkefnalisti og (Forseti hringir.) enginn á að fylgjast með framvindu málsins. Þetta er ekki metnaðarfull loftslagsstefna fyrir Ísland.