Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:43]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar bara að lýsa yfir furðu minni á því að hafa varla heyrt síðustu daga í þingmönnum ríkisstjórnarinnar um þetta mál sem margir telja sig mikið varða. Ef svo er hljóta þeir að vilja ræða málin við okkur, taka þátt í umræðunni. Ef ekki þá er voðalega erfitt annað en að annaðhvort álykta að þetta skipti ekki máli eða þá að þetta frumvarp sé raunverulega bara í fínasta lagi í þeirra augum og þessar breytingar sem eigi að gera á því, hverjar svo sem þær verða, séu varla nokkrar.