Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:45]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar líka að segja að ég sakna þess virkilega að sjá einhverja fulltrúa úr öðrum flokkum hér inni, ekki vegna þess að þeir vilji endilega taka þátt í umræðunni heldur bara eins og rétt áðan þegar ég uppgötvaði þetta með konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi, konur, sem eiga að njóta verndar undir Istanbúl-samkomulaginu, aðilar sem við eigum sérstaklega að horfa til þegar þær eru á flótta samkvæmt Evrópuráðinu, þarna er ég að koma með mjög beina ábendingu um að eitthvað vanti sem er ekki eitthvað sem hefur komið fram áður í umræðum innan nefndarinnar og ég er svo hræddur um að svona ábendingar — ég held að við séum öll sammála um að við viljum vernda konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi — verði hreinlega ekki teknar til greina vegna þess að þær berist ekki fólki sem er ekki hér inni.