146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

um fundarstjórn.

[12:06]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir sagði hér um fundarstjórn forseta, að í þessari umræðu um fjármál ríkisins næstu fimm árin séu tveir fagráðherrar fjarverandi, að það sé ekki tækifæri fyrir okkur þingmenn til að spyrja viðkomandi ráðherra þeirra ótalmörgu spurninga sem vakna við framlagningu þessarar þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm árin.

Það er algjörlega óboðlegt, frú forseti, að viðkomandi ráðherrar sjái sér ekki fært að vera viðstaddir til að ræða þetta mikilvæga mál sem fellur undir ráðuneyti þeirra.