136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[22:55]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við vildum fyrst og fremst sýna fyrirhyggju, benda á að við værum því samþykk að halda umræðunni áfram enn um sinn en andvíg því að fara með hana inn í nóttina. Fróðlegt var að heyra hæstv. iðnaðarráðherra boða komu ráðherra til þessarar umræðu eins og hann gerði áðan. Ég vek athygli hæstv. forseta á því að við munum taka upp þráðinn hér ef hæstv. forseti bregður ekki á það ráð að fresta þingfundi um miðnætti.