145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:19]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég ætla að styðja þessa tillögu um 175 milljóna framlag til RÚV. Ég var eindregið þeirrar skoðunar að rétt væri að lækka útvarpsgjaldið eins og tekin hefur verið ákvörðun um. Ég lít svo á að hér sé um tímabundið framlag að ræða sem verja beri í tilteknum afmörkuðum tilgangi til að kaupa efni af innlendum framleiðendum til sýningar á þessum vettvangi en ég undirstrika að ég tel að sú atburðarás og þær umræður sem átt hafa sér stað að undanförnu geri kröfu til þess að þjónustusamningur við Ríkisútvarpið verði endurskoðaður og gerð skýrari markmið um það hvaða hlutverki Ríkisútvarpið á að þjóna. Að mínu mati á það að vera mun takmarkaðra en er í dag.