148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[19:31]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Þá er það reynslan frá Bandaríkjunum, að ekki sé meiri slysatíðni þó að bílprófsaldurinn sé 16 ár, það sé æfingin sem skapi meistarann. En mér datt þetta bara í hug þegar við erum að tala um að samræma aldur til hinna ýmsu þátta. Við getum verið sammála um að svona stórar breytingar eins og breytingar á kosningaaldri þurfum við að taka í breiðri sátt. Það værum við ekki að gera ef þessi breyting yrði samþykkt nú í vor með breytingartillögu frá hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé. Þess vegna er ég sammála (Forseti hringir.) þeirri breytingartillögu sem hv. þm. Bergþór Ólason lagði fram um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.