138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:41]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er framhald á sögunni. Við leitumst við að færa framlög sem nefndarmenn telja sig færa um að úthluta til alls konar verkefna hingað og þangað, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík, hv. þm. Ásmundur Einar Daðason, það er ekki verið að gera atlögu að landsbyggðinni. Það er verið að gera atlögu að ófaglegum úthlutunum á fjármunum almennings og það er verið að leitast við að færa fjármuni í Bókmenntasjóð sem hefur á sér einstaklega gott orð og skilar mjög góðu verki. Vonandi munu í framtíðinni, eftir því sem hv. þm. Ásmundur Einar segir, frekari fjárveitingar fara í þennan sjóð en ekki renna beint eftir (Forseti hringir.) aðstæðum …

(Forseti (ÁRJ): Forseti minnir hv. þingmenn á að nefna hv. þingmenn með fullu nafni.)