153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[10:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Eins og tilkynnt var á síðasta þingfundi hefur forseta borist dagskrártillaga, svohljóðandi:

„Undirrituð gerir það að tillögu sinni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. laga um þingsköp Alþingis, að á dagskrá næsta fundar verði þau dagskrármál sem forseti Alþingis leggur til, að því undanskildu að út af dagskrá fundarins verði tekið 382. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd).“ — Þá er tillagan rökstudd og síðan segir:

„Þess er óskað að tillagan verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf ritar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fer nú fram atkvæðagreiðsla um tillöguna.