152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[14:43]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það þjóni litlum tilgangi að reyna að rekja þá sögu hvers vegna ekkert varð úr því að afgreiða frumvarp eftir margra ára vinnu sem í upphafi var leidd af Pétri heitnum Blöndal. Síðan tók Þorsteinn Sæmundsson við og það hafa verið nokkrir félagsmálaráðherrar sem hafa fengið talsvert svigrúm í fjármálaáætlunum og fjárlögum til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd. Það var engin samstaða um breytingarnar í þeim hópi sem stóð að tillögugerðinni og þar sátu fulltrúar frá Öryrkjabandalaginu. Það liggur alveg ljóst fyrir að ef þessar breytingar hefðu orðið hefðu útgjöld ríkissjóðs verið nokkrum milljörðum hærri yfir umrætt tímabil. Ég vil bara nefna, vegna þess að hv. þingmaður segir að þarna hafi verið hugmyndir sem menn vildu alls ekki kyngja, að það liggur fyrir að ríkissjóður hefði greitt mörgum milljörðum meira út í bætur yfir tímabilið frá því að þetta gerðist.(Forseti hringir.) Nú er í sjálfu sér ekki svigrúm til að svara öllu öðru sem spurt var um.