141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:24]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að stíga eitt hænuskref í því að reyna að ná til baka þeim skerðingum sem hæstv. ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir varðandi Fæðingarorlofssjóð. Þetta eru 480 millj. kr. sem er ætlað að nota til þess á næsta ári. Ég fór yfir það áðan í ræðu að í raun væri búið að skerða þessar upphæðir um, að ég hygg, 6,5 milljarða kr. þannig að það er ljóst að við erum eingöngu að taka lítið skref. Þetta er til marks um það hvernig vinnubrögðin eru. Annars vegar er í markmiðslýsingu talað um að það eigi að ná þessu að öllu leyti en hins vegar er það verkefni falið nýjum stjórnvöldum sem ekki verða ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.