141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[00:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Sú breytingartillaga sem hér kemur til atkvæða lýtur að því að hækka upphæðir á nokkrum hámörkum sem varða það m.a. hvað farmenn og flugmenn mega flytja inn af vörum til landsins, (Gripið fram í.) hversu há fjárhæð megi vera á gjöfum sem hingað eru sendar til samræmis við þá hækkun á fjárhæðarmörkunum í Fríhöfninni sem samþykkt voru fyrr í dag.