150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

leiðrétting á lögum um almannatryggingar.

[11:00]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hér er einfaldlega verið að spyrja út í mál sem er margrætt í þinginu og í þingnefndum og við höfum brugðist við því áður. Ég hef sagt í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast og það getur ekki staðið á fjárheimildum að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu.