152. löggjafarþing — 62. fundur,  5. apr. 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[16:04]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni kærlega fyrir spurninguna. Ég er alveg sammála og hef verið þeirrar skoðunar mjög lengi og nánast alltaf að heilbrigðismálin eiga að vera í forgangi og það eiga ekki að vera einhver önnur lögmál að mínu viti varðandi rekstur ríkisins eða bara rekstur okkar heimilis. Ef við lendum í veikindum eða erfiðleikum vegna veikinda á okkar heimili þá forgangsröðum við alltaf til þeirra verkefna vegna þess að það er það sem skiptir okkur mestu máli, okkar heilsa. (Forseti hringir.) Ég er alveg sammála því. Það er forgangurinn og á að vera forgangur.