152. löggjafarþing — 62. fundur,  5. apr. 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[16:06]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni kærlega fyrir fyrirspurnina og andsvarið. Við sitjum nú saman í fjárlaganefnd þar sem við höfum rætt húsnæðisliðinn og þessi húsnæðismál töluvert. Ég held að það sé mjög hollt og gott fyrir okkur að halda því samtali áfram. Það er mikilvægt að reyna að finna leiðir varðandi húsnæðismálin og þó að okkur geti greint á um leiðir og stefnur í því þá held ég að við megum ekki gefast upp á því að reyna að tala okkur niður á einhverja skynsamlega niðurstöðu í því máli. Ég veit alla vega hvernig staðan er í nálægð við mína heimabyggð, Skagafjörð. Þar er ástandið þannig að það hefur aldrei verið byggt meira en á síðustu árum. Vandamálið þar er að sveitarfélögin hafa ekki náð að fylgja þeirri þróun eftir. Ég er ekki að segja að það sé alls staðar en ég get bara staðið hér og viðurkennt að (Forseti hringir.) það er okkar sök þar. En ég held að það sé mikilvægt fyrir fjárlaganefnd að taka þessa umræðu og einmitt í framhaldi af fjármálaáætlun.