140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

314. mál
[14:10]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að gera hér orð lagaprófessorsins Sigurðar Líndals að mínum þegar hann talar um handarbakavinnubrögð við lagasetningu á Alþingi. Hér er verið að hreinsa lög sem sett voru eftir að ráðherraheiti og ráðuneytaheiti voru þurrkuð út úr lögum um Stjórnarráð Íslands 17. september sl. Ég hef setið hjá við afgreiðslu málsins til að vísa í það að Alþingi þarf að temja sér betri vinnubrögð, lesa hér og samlesa frumvörp sem eru til umræðu þannig að tíma þingmanna sé betur varið á þingi og í nefndum en að þurfa að standa í svona lagahreinsunum dag eftir dag. Heimilin bíða, frú forseti, ég sit hjá áfram. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)