148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:17]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Ég hef áður lýst því að ég hefði mjög gjarnan viljað vera hér og ræða mál sem skipta stóran hluta þjóðarinnar miklu máli og eru til þess fallin að bæta hag þeirra sem lakar standa í þjóðfélaginu. En ég tek ekki þátt í því að samþykkja lengri þingfund sem er til þess að bera uppi dagskrá sem ekki er í samræmi við það sem áður hefur verið samið um. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn því að þingfundur verði lengdur í kvöld. Ég vona satt að segja að hæstv. forseti taki mark á hógværum mótmælum og andófi okkar þingmanna og komi til liðs við okkur. Þrátt fyrir allt er hann nú sem betur fer, vonandi, þingforseti okkar allra. Ég vona sannarlega að hann finni hjá sér (Forseti hringir.) hvatir til þess að hér verði komið á alvörusamkomulagi.