152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[13:56]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það að gert verði hlé á þingfundi til að stjórnarþingmenn geti staðið við fyrirheit gærdagsins og vikið frá aumum afsökunum dagsins í dag og einhent sér í að setja á fót rannsóknarnefnd Alþingis. Eins og hv. þm. Helga Vala Helgadóttir vitnaði til hafa komið fram skýrar ábendingar um að brotin hafi verið lög um sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Mig langar að vitna aðeins í þessi lög vegna þess að hæstv. ráðherra hefur líka komið fram í fjölmiðlum og sagt að hann játi á sig mistök, þ.e. að hafa ekki talað við föður sinn fyrir fram um að kaupa hlut í bankanum. Fyrirgefið, en lögin segja mjög skýrt, með leyfi forseta:

„Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins …“

Hann hefði sem sagt getað (Forseti hringir.) hafnað pabba sínum um að kaupa hlut í bankanum sem hann var að selja. Mistökin voru ekki að biðja pabba (Forseti hringir.) ekki um að kaupa banka. Mistökin voru þegar ráðherra beitti valdi sínu (Forseti hringir.) og samþykkti það að pabbi hans keypti banka.

(Forseti (DME): Ég bið hv. þingmenn um að virða ræðutímann.)