135. löggjafarþing — 67. fundur,  21. feb. 2008.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[16:10]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þetta svar. Mér finnst það skýrt, það gefur til kynna að hv. þingmaður hafi við umræður í nefnd áttað sig á því hlutverki sem Jafnréttisstofa gegnir. Eins og hann sagði er Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum ekki stjórnsýslustofnun sem hefur eftirlit með ráðuneytinu eða Jafnréttisráði.

Ég tel hins vegar mjög dýrmætt að nú skuli fróðleikur sá sem er til staðar hjá rannsóknastofunni vera aðgengilegur við borðið hjá Jafnréttisráði, enda er því gert, skv. 9. gr. frumvarpsins og verðandi laga, að vera til ráðgjafar Jafnréttisstofu um alla faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fróðleikurinn sem er til staðar hjá rannsóknastofunni er hvergi meiri, þar er uppspretta fróðleiks, þekkingar og kunnáttu sem nauðsynlegt er að hafa aðgengilega fyrir þá sem starfa í ráðinu.