152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[15:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem sagt hefur verið hérna, að við verðum að gera eitthvað í þessu máli vegna þess að þetta er okkur til háborinnar skammar eða réttara sagt ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Eins og ég sagði áðan í ræðu minni þá er gengi bréfanna komið í 128, sem þýðir nærri 5 milljarða kr. hækkun frá því sem það var núna síðast. En ef við tökum það sem fyrst var í útboði þá er það ekki undir 30 milljörðum. Ríkið er búið að vera dunda sér við að selja bankana í tómu bulli, lögbrotum og öllu, en á sama tíma er sárafátækur einstaklingur, einn af fátækustu einstaklingum landsins, að berjast fyrir því að eiga fyrir mat og fær dæmt í Hæstarétti — vitið þið hversu mikið fyrir sex ár? Innan við 1 millj. kr. Setjið það í samhengi við það sem verið er að úthluta einkavinum hér. Þetta er til háborinnar skammar.