146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

afgreiðsla meiri hluta nefndar á áfengisfrumvarpinu.

[15:11]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að koma að máli varðandi breytingu um áhafnir íslenskra fiskiskipa, þ.e. dráttarbátafrumvarpið svokallaða. Nú erum við að tala um frumvarp sem gera á að lögum án þess að það hafi nokkurn tíma farið í umsagnaferli því að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiddi málið sex dögum eftir að það kom í 1. umr. Það er fyrir neðan allar hellur. Í raun finnst mér eins og nefndinni hafi heppnast að framkvæma myrkraverk í maí. Það er vel af sér vikið.