143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[16:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að segja nei við þessari tillögu, það er ekkert flókið fyrir mig. Ég veit ekki hvort þetta er einhver misskilningur en ég held að áhugavert væri fyrir hv. þingmenn Samfylkingarinnar að kanna af hverju þeir lögðust svo harkalega gegn tillögu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur þegar hún var lögð fram. (Gripið fram í.) Ég var í útvarpsþætti með varaformanni Samfylkingarinnar sem fór rækilega yfir að mjög óskynsamlegt væri að vera með þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn af því að það mundi gera mönnum svo erfitt fyrir í samningaviðræðunum. Það var bara í fyrradag. Ég hvet hv. þingmenn Samfylkingarinnar til að kynna sér sín eigin orð. Ég segi nei.