146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlustaði á ræðu hv. þm. Haraldar Benediktssonar áðan, formanns fjárlaganefndar, varðandi hugmyndina um einkavæðingu flugstöðvarinnar, að eðlilegt væri að hún yrði skoðuð. Ég segi fyrir hönd Framsóknar að sumar hugmyndir eru bara slæmar. Það liggur í augum uppi. Það þarf ekki í rauninni. Ef menn vilja eyða tíma sínum í að fara í einhverjar greiningar og skoðanir þá segjum við: Við hljótum að hafa eitthvað betra við tímann að gera. Þetta er léleg hugmynd, Framsókn leggst eindregið gegn þessari hugmynd og ráðleggur ríkisstjórninni að fara í að skipuleggja uppbyggingu innviða um land allt en ekki að einkavæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar.