152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:06]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að í þessu tilviki sé svarið alveg skýrt: Nei, þetta kerfi gengur ekki upp. Hins vegar held ég að í svona málum séum við alltaf með einhvern skala. Blóðmerahaldið er alveg yst á honum. En svo er líka hægt að vinna sermi úr dýrum til að bjarga mannslífum, þróa lyf og rækta hluti á tilraunastofum. Það er óljósara þar hvar mörkin eru. Ég ætla ekki að vera jafn afdráttarlaus þar, en ég get alla vega fullyrt að það að halda 5.000 merum í þessum bransa til þess eins að geta dælt út meira beikoni — þetta fólk mætti kannski velta fyrir sér hvort það geti í staðinn borða aðeins minna beikon.