149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[23:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Virðulegur forseti gerir athugasemdir og segir að sér þyki ekki nógu mikill ágreiningur í umræðum. Þess vegna vil ég hvetja forseta til að reyna þá að hlutast til um að hér mæti fólk sem getur útskýrt fyrir okkur, hugsanlega, hugsanlega ekki, hvers vegna við höfum rangt fyrir okkur í málinu. Ég held reyndar að mönnum muni ganga það erfiðlega og það sé þess vegna sem hvorki stjórnarandstaða tvö né stjórnarliðið láti sjá sig og leggi ekki í að taka þátt í umræðunni. Ég hvet virðulegan forseta til að reyna að hlutast til um að hér komi einhverjir sem treysta sér til að vera talsmenn þessa frumvarps og vonandi skapi þá meiri ágreining, meiri rökræðu og við komumst nær því að skilja hvað fólki gengur til með framlagningu málsins.