152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:49]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er alvanalegt að mikið sé að gera hjá þingmönnum og að við þurfum að skipta því á milli okkar að vera á löngum þingfundum, sinna grasrótarstarfi og tala við fólk í samfélaginu okkar úti um allan bæ á hinum ólíklegustu tímum sólarhringsins. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er mikið á dagskrá hér í dag og verður þá daga sem eftir eru af þessari þingviku. Sjálf tel ég það ekkert mál að sinna bæði starfi mínu sem þingmaður og að sinna félögum mínum í flokknum. Við skiptum á milli okkar verkum eftir því í hvaða nefndum við sitjum og hvaða mál eru á dagskrá hverju sinni í þessum sal. Mér finnst þess vegna einboðið að hér verði fundur í kvöld og held að það verði bara skemmtilegt og örugglega góðar umræður hérna í kvöld. Ég greiði því atkvæði með því að hér verði lengdur þingfundur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)