154. löggjafarþing — 70. fundur,  12. feb. 2024.

aðgerðir varðandi fíknisjúkdóma og geðheilbrigðismál.

[15:07]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ingu Sæland fyrir taka hér upp umræðu, kannski án þess að koma með neinar sérstakar beinar spurningar í umræðunni, var helst hér að benda á að allt væri nú bara að hruni komið og ræddi tiltekin mál. Það er rétt sem hv. þingmaður segir, það er erfitt fyrir þann sem hér stendur að stíga inn í einstök mál vegna þess að þar skortir forsendur til þess að meta. Ég geri alls ekki lítið úr því að þetta eru erfið mál og við þurfum að taka utan um þau en ég þyrfti þá að afla mér upplýsinga um það hvað það er raunverulega sem við getum gert umfram það sem við höfum byggt upp í kerfunum okkar. Það er nú oft þannig líka að þeir sem eru að sinna þessum málum hjá okkur þurfa þá að fá tækifæri til að fara yfir þau mál.

Ef ég kem að því hvernig við höfum byggt upp núna, þá höfum við gert svo ótal margt til að efla aðgengi að þjónustu í geðheilbrigðismálum að ég þyrfti bara sérstaka umræðu um það með hv. þingmanni. En við höfum samþykkt hér geðheilbrigðisstefnu þar sem kjarninn í þeirri stefnu er að efla og auka aðgengið og ekki síst að taka þetta út frá gagnreyndum aðferðum og inn í kerfin okkar og skipuleggja kerfið okkar í heild. Eitt af því sem við ákváðum að gera til að vinna í samræmi við þessar nýjustu aðferðir um samráð við notendur og aðkomu notenda að þessari þjónustu er að setja á fót geðráð. Það erum við búin að gera. Geðráð verður núna (Forseti hringir.) stjórnvöldum ráðgefandi í allri stefnumótun og í aðgerðaáætluninni sem við erum komin á fulla ferð með og ég skal koma aðeins betur inn á hér í seinna andsvari.