144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:41]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og fyrir liggur, og hefur raunar oft komið fram í framvindu þessarar umræðu og þessa máls, var málið vanbúið þegar það kom til þingsins til að byrja með og í raun var því ekki lokið þannig að með fullnægjandi hætti væri fyrir 2. umr.

Við höfum öll áttað okkur á því, eftir því sem þessari umræðu hefur undið fram, og formaður atvinnuveganefndar hefur einnig tekið undir það í sérstakri yfirlýsingu í dag, að það þyrfti að skoða málin betur og fara yfir það með tilteknum hætti.

Nú tel ég að við þurfum að staldra við, ef það er svo að við séum að skoða tiltekna þætti, að við látum staðar numið, að við stöldrum við í þessari umræðu, að við áttum okkur á því hvað er í pípunum, hver er sú umræða sem við erum með í höndunum, sem væntanlega skýrist þegar menn ná saman um einhver tiltekin atriði. Það er ekki gott að menn séu hér að ræða málið eins og það var ef það er að taka breytingum.