139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

lengd þingfundar.

[19:38]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á fundum þingflokksformanna í dag var rætt um hvernig þessi umræða skyldi fara fram eftir að þess var krafist að aukinn ræðutími yrði veittur. Í þeirri umræðu lét ég það sjónarmið í ljós að mér þætti ekki bragð að því að ræða Icesave-málið langt inn í nóttina. Ég get hins vegar fallist á að veita þinginu þá heimild vegna þess hvernig mælendaskráin er núna ef það snýst um að klára um eða yfir miðnætti og hugsanlega seinna. Þó vara ég við næturfundi í skjóli myrkurs, eins og við höfum oft tekið til orða á fundum þingflokksformanna.