144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:51]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég átti í 1. umr. þessa máls samtal við hæstv. ráðherra um skipulagsforræði sveitarfélaga. Ég tel enn brýnt að leggja áherslu á það að sjálfsforræði sveitarfélaga í skipulagsmálum sé að mestu virt og helst að öllu leyti. Ég vil í þessu tilviki enn þá einu sinni leggja áherslu á það. Mér finnst stundum að löggjafinn gangi dálítið langt í löggjöf að fara gegn ríkjandi skipulagslögum.

Ég mun ekki standa í vegi fyrir þessu frumvarpi en ég geri hér þennan ágreining og hef gert í mörgum málum þegar rætt er um að taka skipulagsforræðið af sveitarfélögum.