132. löggjafarþing — 74. fundur,  23. feb. 2006.

Landshlutaverkefni í skógrækt.

555. mál
[14:00]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Skipulagsmál heyra undir sveitarfélögin. Það liggur ljóst fyrir að mikil vinna er í gangi víða um land í þeim málum. Það er mjög eðlilegt og mikilvægt að deiliskipulag og aðalskipulag liggi fyrir. Það er auðvitað í fullri vinnslu og ef ég man þetta rétt á þeim störfum að vera lokið fyrir árið 2008 að ég hygg. En samkvæmt þessu er unnið í samstarfi við sveitarfélögin og að því að skógræktarverkefnin falli undir skipulagið.